Klopp segir Mignolet fullkominn

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool tjáði sig í dag um nýjan fimm ára samning belgíska markvarðarins Simon Mignolet hjá félaginu og sagði Klopp markvörðinn vera fullkomlega sniðinn fyrir Liverpool.

„Simon hefur, eins og venjulegt er, verið viðloðandi mörk sem við höfum fengið á okkur,” sagði Klopp og hélt áfram.

„En við hugsuðum um þetta allt saman. Sem „pakki“ er Simon Mignolet fullkominn. Hann er klár náungi og nógu ungur til að þróa það sem hann getur þróað, “ sagði Klopp en Mignolet er 27 ára gamall og hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum félagsins.

Meðal annars af markvarðargoðsögn Liverpool, Bruce Grobbelar, sem sagðist hafa verið beðinn um það að sleppa því að tjá sig opinberlega um Mignolet.

„Hann gefur mönnum góða tilfinningu þegar hann er í byrjunarliðinu og það er mjög mikilvægt,” sagði Klopp ánægður með Mignolet.

Simon Mignolet fær mark á sig á leiktíðinni.
Simon Mignolet fær mark á sig á leiktíðinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert