Johnson vísað á dyr

Adam Johnson í leik gegn Liverpool á dögunum.
Adam Johnson í leik gegn Liverpool á dögunum. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Adam Johnson er nú án félags eftir að Sunderland rifti samningnum við hann en félagið staðfesti þetta í kvöld.

Johnson, sem er 28 ára gamall, hefur leikið með Sunderland frá árinu 2012 en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu.

Hann var handtekinn í mars á síðasta ári grunaður um að hafa haft samræði við 15 ára stúlku en hann játaði það fyrir rétti í gær.

Enska úrvalsdeildarfélagið ákvað því að rifta samningnum við leikmanninn í kvöld og er hann því án félags.

Johnson á 12 landsleiki að baki fyrir enska landsliðið og þá hefur hann gert tvö mörk í þeim leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert