„Ég hafði miklar áhyggjur af þessum leik“

Claudi Ranieri fylgist með sínum mönnum á hliðarlínunni á King …
Claudi Ranieri fylgist með sínum mönnum á hliðarlínunni á King Power-vellinum í Leicester. AFP

„Sigurinn var mjög mikilvægur til að komast aftur í gang eftir tapið gegn Arsenal,”sagði Claudio Raniero stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leicester sem vann dramatískan 1:0 sigur á Norwich í dag.

Sigurmarkið skoraði José Ulloa mínútu fyrir leikslok en sigurinn kom Leicester á ný í fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.

Arsenal og Tottenham geta minnkað það forskot niður í tvö stig á ný á morgun.

„Niðurstaða mín er sú að mínir leikmenn hafa trú. Það er mér mjög mikilvægt. Ef hin liðin fara að vinna, þá geta þau unnið alla leiki. En hjá okkur, þá er næsti leikur alltaf úrslitaleikur. Þannig er okkar hugarfar,”sagði Ranieri.

„Ég hafði miklar áhyggjur af þessum leik vegna þess að eftir tvær vikur þá geta þeir misst tempóið, en nú er ég mjö slakur og nú get ég farið að hugsa um West Brom leikinn. Það er grannaslagur, og mjög, mjög erfiður leikur,” sagði Ranieri.

Leiceester mætir WBA 1. mars á heimavelli sínum í Leicester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert