„Sprengjan“ dregur dilk á eftir sér

Old Trafford í kjölfar þess að leikvangurinn var rýmdur á …
Old Trafford í kjölfar þess að leikvangurinn var rýmdur á sunnudaginn var. AFP

Christopher Reid, forstjóri öryggisfyrirtækisins Security Search Management & Solutions, sem stýrði öryggisæfingu á Old Trafford í síðustu viku og gleymdi í kjölfarið eftirlíkingu af sprengju segir fyrirtæki sitt vera í vondum málum.

Mistök Reid og félaga hans hjá fyrirtækinu urðu þess valdandi að rýma þurfti leikvanginn fyrir leik Manchester United og Bournemouth á sunnudaginn, en Reid hefur beðist afsökunar á ringulreiðinni sem fyrirtækið olli.

„Ég ber ábyrgð á þessum mistökum og ég býst við því að fyrirtækið verði gjaldþrota á næstunni. Ég hef það á tilfinningunni að þessa stundina sé verið að ræða hvaða viðurlög fyrirtækið mun fá fyrir þessi mistök og ég mun taka þeim afleiðingum sem mistökin ullu,“ sagði Reid.

Tali er að Manchester United hafi tapað hálfum milljarði króna á atvikinu, en leikur Manchester United og Bournemouth var frestað og fer fram í kvöld.

Manchester United á afar veika von u m að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð, en liðið þarf að vinna 19 marka sigur til þess að hrifsa sætið af nágrönnum sínum Manchester City.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert