Umboðsmaður Icardi á fundi með Arsenal

Mauro Icardi skorar í öðrum hverjum leik.
Mauro Icardi skorar í öðrum hverjum leik. AFP

Enska félagsliðið Arsenal á í viðræðum við umboðsmann Mauro Icardi um kaup á framherjanum frá Inter Mílanó. Umboðsmaður Icardi sem jafnframt er eiginkona hans er stödd í London og mun hafa fundað með fulltrúum Arsenal í dag samkvæmt ítalska íþróttablaðamanninum Gianluca Di Marzio. 

Icardi er 23 ára argentínskur framherji sem hefur skorað 52 mörk í 102 leikjum fyrir Inter. Hann skrifaði undir nýjan samning í fyrra og félagið hefur áður gefið út að hann sé ekki til sölu. 

Arsenal er á höttunum eftir góðum framherja og hefur meðal annars verið orðað við Alvaro Morata, Gonzalo Higuain og Jamie Vardy. Félagið hefur nú þegar gert ein stór kaup í sumar þegar það keypti miðjumannin Granit Xhaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert