Wijnaldum í læknisskoðun hjá Liverpool

Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu fyrir hollenska landsliðið með samherja …
Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu fyrir hollenska landsliðið með samherja sínum. AFP

Hollenski landsliðsmaðurinn Georginio Wijnaldum sem lék með Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á síðustu leiktíð er þessa stundina í læknisskoðun á Melwood, æfingasvæði Liverpool. Það er Skysports sem greinir frá þessu. 

Eins og greint var frá á mbl.is í morgun hafa Liverpool og Newcastle United komist að samkomulagi um kaupverð á þessum hollenska sóknartengiliði, en kaupverðið er talið vera í kringum 25 milljónir punda.

Wijn­ald­um skoraði 11 mörk í 38 leikj­um fyr­ir Newcastle í úr­vals­deild­inni í fyrra, en hann hef­ur leikið 30 lands­leiki fyr­ir Hol­land og skorað í þeim leikjum sex mörk. Wijn­ald­um skoraði þar áður 64 mörk í 220 leikj­um fyr­ir PSV Eind­ho­ven og Feyenoord í hol­lensku úr­vals­deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert