Öruggt hjá Arsenal og Liverpool

Leikmenn Liverpool fagna marki í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna marki í kvöld. AFP

Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Liverpool komust auðveldlega áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Arsenal sigraði B-deildarlið Nottingham Forest, 4:0, á útivelli. Lucas Perez skoraði tvö marka Arsenal og þeir Granit Xhaka og Alex Oxlade-Chamberlain gerðu sitt markið hvor.

Liverpool hafði betur gegn B-deildarliði Derby með þremur mörkum gegn engu en leikurinn fór fram á heimavelli Derby. Ragnar Klavan, Philippe Coutinho og Divock Origi skoruðu mörk gestanna í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Wolves töpuðu 2:0 fyrir Newcastle. Jón Daði hóf leikinn á varamannabekk gestanna en kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.

Óvænt úrslit urðu á Goodison Park í Liverpool en B-deildarlið Norwich sigraði Everton, 2:0. Everton hefur ekki tapað leik í úrvalsdeildinni það sem af er tímabili en mátti sætta sig við tap í kvöld.

Framlenging stendur yfir í leik Leicester og Chelsea en staðan var 2:2 að loknum hinum hefðbundnu 90 mínútum. Einnig þurfti að grípa til framlengingar í viðureign Bournemouth og Preston.

Úrslit kvöldsins:

Nott. Forest - Arsenal 0:4

Derby County - Liverpool 0:3

Leeds - Blackburn 1:0

Everton - Norwich 0:2

Brighton - Reading 1:2

Newcastle 2 - 0 Wolves



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert