Klopp fannst Sterling fara ódýrt

Raheem Sterling kostaði 49 milljónir punda.
Raheem Sterling kostaði 49 milljónir punda. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að félagið hefði selt Raheem Sterling of ódýrt til Manchester City síðasta sumar. City pungaði út 49 milljónum punda.

Almenn ánægja ríkti hjá forráðamönnum Liverpool fyrir verðið á Sterling, jafnvel þó 10 milljónir punda hefðu runnið til QPR vegna ákvæða í samningi. Klopp finnst hins vegar Sterling hafa farið of ódýrt.

„Ef þú ert virkilega staðráðinn í að halda í góða leikmenn, þá hættirðu ekki þróuninni eftir skamma stund. Þú verður að tryggja tíma til að byggja upp árangur og ná upp stöðugleika. Það er engin ástæða fyrir því að Liverpool þurfi að vera sölufélag fyrir önnur félög. Hér á ekki að þurfa að selja bara til að fá peninga í kassann,“ segir Klopp.

„Hvað fór Sterling á aftur, 80 milljónir punda? Nei, aðeins 49 milljónir!“ sagði Klopp og lísti undrun sinni við Liverpool Echo. „Breytingar eru stundum góðar og þó við höfum fengið góða summu í kassann þá skiptir það ekki máli núna. Við þurfum að finna stöðugleika og þá þarf að halda stöðugleika í leikmannamálum líka,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert