„Gabbiadini skoraði þrjú mörk“

Claude Puel, stjóri Southampton.
Claude Puel, stjóri Southampton. AFP

Claude Punel, knattspyrnustjóri Southampton, var dapur í bragði í viðtali eftir 3:2 tap liðsins gegn Manchester United í úrslitaleik deildabikarsins og skaut létt á dómara leiksins.

Hann óskaði Manchester United til hamingju með sigurinn og sagði liðið hafa nýtt sín færi vel.

Hann hrósaði einnig sínu liði fyrir endurkomuna og sagði Southampton hafa átt skilið meira úr leiknum en liðið jafnaði metin í 2:2 eftir að United komst í 2:0.

„Manuel Gabbiaini skoraði þrjú mörk í dag (eitt var ranglega dæmt af vegna rangstöðu). Við erum mjög vonsviknir,“ sagði Puel.

„Við spiluðum frábæran leik án þess að uppskera. Ég vona að við getum haldið áfram að spila svona,“ sagði Puel en hans menn slógu Liverpool sannfærandi úr keppninni í undanúrslitum.

Manolo Gabbiadini skorar markið sem dæmt var af.
Manolo Gabbiadini skorar markið sem dæmt var af. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert