Zlatan tryggði United titilinn

Zlatan Ibrahimovic fagnar marki sínu í dag.
Zlatan Ibrahimovic fagnar marki sínu í dag. AFP

Zlatan Ibrahimovic tryggði Manchester United sigurinn í enska deildabikarnum er liðið vann Southampton 3:2 í mögnuðum úrslitaleik á Wembley í Lundúnum í kvöld.

Southampton Ítalinn Manolo Gabbiadini kom knettinum raunar fyrstur manna í netið í kvöld en mark hans var, að því er virtist, dæmt ranglega af vegna rangstöðu.

Zlatan Kom United yfir á 15. mínútu leiksins og Jesse Lingard bætti við öðru marki United á 39. mínútu, staðan 2:0, og United virtist ætla að sigla titlinum þægilega í höfn.

Southampton-liðið sýndi hins vegar mikla seiglu og með Ítalann Gabbiadini fremstan í broddi fylkingar jafnaði liðið metin. Hann minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks og jafnaði metin á strax í upphafi fyrri hálfleiks, á 48. mínútu.

Leikurinn var frábær skemmtun eftir þetta og sóttu liðin á báða bóga. Það var hins vegar ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok sem Ibrahimovic kom knettinum í netið en hann stangaði þá sendingu Ander Herrera í markið af stuttu færi eftir að hafa hafið sigursóknina sjálfur.

Titillinn er sá fyrsti sem United-liðið vinnur undir stjórn José Mourinho sem vinnur deildabikarinn í fjórða skiptið en hann vann bikarinn þrívegis  með Chelsea og heldur áfram að vera taplaus í úrslitaleik.

Zlatan heldur áfram frábærri frammistöðu sinni í úrslitaleikjum og hefur nú skorað sex mörk í síðustu fimm bikarúrslitaleikjum sem hann hefur tekið þátt í.

90. Leiknum er lokið, United vinnur!

87. MAAAAAARK! Zlatan Ibrahimovic, hver annar! Hann hóf sókn United og kláraði hana líka. Fær sendingu inn á markteig frá Ander Herrera og stangar boltann í netið! 3:2!

86. Wayne Rooney er að gera sig kláran til að koma inn á. Bæði lið eru að sækja! 

83. Skipting. Markaskorarinn Gabbiadini út fyrir Shane Lane.

77. Skiptingar:
Southampton: Dušan Tadić út fyrir Sofiane Boufal. 
United: Jesse Lingard út fyrir Marcus Rashford.

Zlatan fagnar fyrra marki sínu í dag.
Zlatan fagnar fyrra marki sínu í dag. AFP

75. United að sækja. Pogba og Zlatan að gera sig líklega vinna hornspyrnu sem ekkert varð úr. Pogba var nánast sloppinn inn fyrir eftir magnaða hælsendingu frá Zlatan en varnarmenn Southampton björguðu eins og fyrr segir í horn.

Oriol Romeu, varnamaður Southampton skallar knöttinn í stöngina.
Oriol Romeu, varnamaður Southampton skallar knöttinn í stöngina. AFP

64. FÆRI! Svakalegt færi hjá Southampton, James Ward-Prowse skallar boltann í stöng og út og United-menn bjarga í horn. Ja hérna hér! Þvílíkur leikur!

48. MARK! Gabbiadini að skora sitt annað mark og jafnar leikinn! Þvílíkur leikur! United nær ekki að koma boltanum í burtu, boltinn berst á Ítalann sem kemur knettinum í netið mðe skoti úr teignum. 2:2!

48. Southampton byrjar síðari hálfleikinn vel. Nathan Redmond í opnu færi en David de Gea vel á verði.

46. Síðari hálfleikur hafinn. Michael Carrick kemur inn fyrir Juan Mata.

45. Hálfleikur!

45+1 MARK! Það var ekkert að þessu marki hjá Gabbiadini, ólíkt því sem var áðan er hann kom knettinum í netið. Fær fyrirgjöf inn í teig og setur knöttinn á einfaldan hátt í markið af stuttu færi. 

40. Jack Stephens má vera heppinn að hafa ekki fengið rautt spjald þarna. Tæklar Martial með sólann á undan sér, var reyndar búið að brjóta á Stephens rétt áður, en það réttlætir ekki svona tæklingu. Sleppur með gult spjald.

Manolo Gabbiadini fagnar jöfnunarmarki sínu.
Manolo Gabbiadini fagnar jöfnunarmarki sínu. AFP

39. MARK! Jesse Lingard kemur United í 2:0 . Fær boltann innan teigs og fær langan tíma til að athafna sig án þess að Southampton-menn pressi hann og setur knöttinn á einfaldan hátt í netið! 

36. Zlatan spilaði fjóra bikarúrslitaleiki í Frakklandi með PSG og skoraði í þeim öllum og því er þetta fimmti bikarúrslitaleikurinn í röð sem Svíinn skorar. Magnaður!

Fraser Forster ver frá Zlatan í kvöld.
Fraser Forster ver frá Zlatan í kvöld. AFP

15. MARK!!! Zlatan Ibrahimovic kemur United yfir með marki beint úr aukaspyrnu! Setti boltann yfir vegginn, sem má reyndar setja spurningarmerki við, en boltinn var ekki nálægt vinklinum. Glæsilegt mark engu að síður og Svíinn magnaði sannarlega að taka að sér leiðtogahlutverkið í liðinu!

Leikmenn United fagna marki Lingard.
Leikmenn United fagna marki Lingard. AFP

11. Southampton kemur knettinum í netið en markið ekki dæmt, vegna rangstöðu. Sem virðist alls ekki hafa verið réttur dómur! 

4. Paul Pogba fær fyrsta hættulega færi leiksins, þrumar knettinum beint á markið og Forster ver vel. Kýlir boltann raunar út.

1. Leikurinn er hafinn!

0. Byrjunarliðin eru klár: Rooney er á bekknum.

Man. United: De Gea, Valencia, Bailly, Smailling, Rojo, Herrera, Pogba, Lingard, Mata, Martial, Ibrahimovic.
Bekkur: 
Romero, Blind, Young, Carrick, Fellaini, Rooney, Rashford. 

Southampton:Forster, Cedric, Yoshida, Stephens, Bertrand, Romeu, Davis, Ward-Prowse, Tadic, Redmond, Gabbiadini.
Bekkur:  Hassen, Long, Rodriguez, Caceres, Boufal, Hojbjerg, McQueen.

0. Byrjunarliðin birtast innan skamms.

Maya Yoshida og Zlatan Ibrahimovic í harðri baráttu.
Maya Yoshida og Zlatan Ibrahimovic í harðri baráttu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert