Hvað þýðir koma Gylfa fyrir Barkley?

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Gylfi Þór Sigurðsson mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton eins og mbl.is hefur ítarlega fjallað um. Meiri óvissa er hins vegar um tilvonandi liðsfélaga hans.

Orðrómur hefur verið í allt sumar um að miðjumaðurinn Ross Barkley væri á förum frá Everton og jafnvel talið að Everton myndi ekki kaupa Gylfa ef Barkley yrði um kyrrt. Það virðist ekki hafa gengið eftir, svo nú spá enskir fjölmiðlar í framtíð enska miðjumannsins.

Hinn 23 ára gamli Barkley meiddist nefnilega á undirbúningstímabilinu og er talinn munu verða frá næstu sex vikurnar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og vill yfirgefa Everton, en Tottenham hefur haft augastað á honum í sumar.

Koma Gylfa setur mál Barkleys í enn meiri óvissu um hvort Tottenham láti til skarar skríða þrátt fyrir meiðslin eða hvort Barkley verður um kyrrt á Goodison Park eftir allt saman.

Ross Barkley fagnar marki.
Ross Barkley fagnar marki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert