West Ham fékk sitt fyrsta stig undir Moyes

Cheikhou Kouyate jafnar metin fyrir West Ham í kvöld.
Cheikhou Kouyate jafnar metin fyrir West Ham í kvöld. AFP

West Ham og Leicester gerðu 1:1 jafntefl í fyrsta leik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en hann fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Leicester komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Marc Albrighton eftir að leikmenn West Ham gerðu sig seka um afar slakan varnarleik í aðdraganda marksins en það var Jamie Vardy sem átti að lokum sendingu inn í teig fullan af varnarmönnum en það var reynsluboltinn Marc Albrighton sem var grimmastur á boltann að lokum og afgreiddi í netið, 1:0.

Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn komust hamrarnir betur inn í leikinn og þeir uppskáru rétt fyrir hálfleik er Cheikhou Kouyate skoraði eftir hornspyrnu, 1:1. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Hvorugu liðinu tókst að skapa hættuleg færi í síðari hálfleik en heimamenn, undir stjórn David Moyes, sem var að stýra West Ham í sínum fyrsta heimaleik eftir að hafa tekið við í byrjun mánaðarins, voru sterkari í síðari hálfleiknum og stuðningsmenn liðsins létu nokkuð vel í sér heyra.

Claude Puel er einnig nýr í starfi og tók við Leicester á miðri þessari leiktíð. Hann ásamt lærisveinum sínum í Leicester eru eflaust sáttir með stigið.

West Ham hefur 10 stig í 18. sæti og er áfram í fallsæti.

Leicester hefur 14 stig í 11. sæti.

West Ham 1:1 Leicester opna loka
90. mín. Leik lokið 1:1 jafntefli niðurstaðan í kvöld.
mbl.is