Draumamark Gylfa en martröðin hélt áfram

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Pierre-Emile Hojbjerg í leiknum …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Pierre-Emile Hojbjerg í leiknum í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði hreint út sagt stórbrotið mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það dugði hins vegar skammt þar sem liðið tapaði fyrir Southampton, 4:1, og heldur martröð liðsins á tímabilinu til þessa því áfram.

Southampton var mikið sterkari aðilinn og eftir að hafa átt tilraun í stöng snemma leiks skoraði Dusan Tadic fyrsta mark leiksins eftir skyndisókn á 18. mínútu. Southampton virtist ætla að vera yfir í hálfleik, en þá tók Gylfi til sinna ráða.

Gylfi fékk þá bolt­ann utan teigs og lét vaða, en bolt­inn fór í þverslá, þaðan í stöng­ina og aft­ur í slá áður en hann fór yfir marklín­una. Magnað mark og staðan 1:1 í hálfleik.

Everton byggði hins vegar ekki á þessu eftir hlé heldur hélt Southampton áfram að ráða ferðinni. Charlie Austin skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili snemma eftir hlé, bæði með skalla af stuttu færi, og úrslitin voru ráðin. Steven Davis bætti svo við marki undir lokin og lokatölur 4:1 fyrir Southampton.

Everton er í 16. sæti með 12 stig eftir 13 leiki, tveimur stigum frá fallsæti.

Southampton 4:1 Everton opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert