Sögulegt afrek hjá ensku liðunum

Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleiknum.
Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleiknum. AFP

Ekki hefur það gerst fyrr að lið frá sama landi leiki til úrslita í Meistaradeildinni/Evrópukeppni meistaraliða og Evrópudeildinni/Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á sama tímabilinu. 

Liverpool og Tottenham munu leika til úrslita í Meistaradeildinni og í Evrópudeildinni verða það Arsenal og Chelsea. Ensku liðin hafa því unnið sögulegt afrek. 

Í þessu tilfelli er heppilegast að miða við sögu Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar. Keppnirnar voru öðruvísi áður en sú breyting varð. Þá voru þrjár Evrópukeppnir: Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópukeppni félagsliða. Þá voru líkurnar á því að tvö lið frá sama landi færu í úrslit í Evrópukeppni meistaraliða afar litlar. Þá voru eingöngu lið í keppninni sem orðið höfðu meistarar í sínu heimalandi fyrir utan það að sigurvegari í keppninni fékk einnig keppnisrétt á næsta tímabili. Af og til gátu því verið tvö lið frá einu landi í þeirri keppni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert