Hatrið mun aldrei sigra

Jadon Sancho svekktur eftir að hann lét Gianluigi Donnarumma í …
Jadon Sancho svekktur eftir að hann lét Gianluigi Donnarumma í marki Ítalíu verja frá sér. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho skrifar á Instagram í dag að hatrið muni aldrei sigra. Sancho varð fyrir grófu kynþáttaníði í kjölfar þess að hann nýtti ekki vítaspyrnu í vítakeppninni í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM á Wembley á sunnudaginn var.

Marcus Rashford og Bukayo Saka urðu einnig fyrir kynþáttaníði í kjölfar leiksins og Sancho hefur nú tjáð sig í fyrsta skipti eftir úrslitaleikinn.

„Ég ætla ekki að láta sem ég hafi ekki séð kynþáttaníðið sem ég og bræður mínir Marcus og Bukayo urðum fyrir eftir leikinn, en því miður er þetta ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þetta fólk bera ábyrgð á gjörðum sínum.

Hatrið mun aldrei sigra. Ég er stoltur af enska liðinu og hvernig við sem þjóð sameinuðumst eftir 18 erfiða mánuði. Við vildum vinna, en við höldum áfram að byggja ofan á þetta,“ skrifaði Sancho á samfélagsmiðilinn.

Sancho, sem hefur leikið með Dortmund síðustu ár, hefur gert samkomulag við Manchester United.

View this post on Instagram

A post shared by Jadon Sancho (@sanchooo10)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert