Gylfi: Andlegur styrkur liðsins mun meiri

„Nú kemur í ljós úr hverju þeir eru gerðir,“ sagði Gylfi Einarsson í Vellinum á Símanum Sport er hann, Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson ræddu Arsenal. 

Arsenal-liðið er á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu þegar tíu umferðir eru eftir. Liverpool er í öðru með jafnmörg stig, eða 64, og City í þriðja með 63. 

Arsenal var nálægt því að vinna deildina í fyrra en klikkaði síðustu mánuði tímabilsins. Gylfi segist sjá mun á liðinu þá og nú. 

„Andlegur styrkur liðsins er mun meiri núna en hefur verið. Þetta er þeirra augnablik og nú kemur í ljós úr hverju þeir eru gerðir,“ sagði Gylfi en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert