Giggs mættur aftur í enska boltann

Ryan Giggs er yfirmaður knattspyrnumála hjá Salford.
Ryan Giggs er yfirmaður knattspyrnumála hjá Salford. AFP

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United og landsliðsþjálfari Wales, er mættur aftur í enska fótboltann. Er Giggs orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska D-deildarliðinu Salford City.

Giggs á einnig hlut í félaginu, ásamt Nicky Butt, Gary Neville, Phil Neville, Paul Scholes og David Beckham sem léku með honum hjá United á sínum tíma.

Giggs hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með Wales í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir heimilisofbeldi, en hann var sýknaður þar sem ekki bárust næg sönnunargögn til að mynda nægilega sterkt mál.

Ryan Giggs lék all­an fer­il sinn hjá Manchester United en hann lék 672 leiki með aðalliði fé­lags­ins og skoraði í þeim 114 mörk.

Giggs vann ensku úr­vals­deild­ina með Manchester United 13 sinn­um og vann Meist­ara­deild Evr­ópu tvisvar með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert