Strákurinn er í áfalli

Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær. AFP/Paul Ellis

Gary O‘Neil, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Wolves, var ósáttur við Mark Robins, stjóra Coventry úr B-deildinni, eftir að Coventry vann lygilegan 3:2-útisigur er liðin mættust í átta liða úrslitum enska bikarsins í gær.

Coventry skoraði tvö mörk í uppbótartíma og sneri leiknum sér í vil. Þegar Haji Wright skoraði sigurmarkið á tíundu mínútu uppbótartímans fagnaði Robins framan í ungan boltasæki á vegum Wolves.

„Hann baðst afsökunar en að fagna svona framan í ungan strák á þennan hátt er ógeðsleg hegðun. Strákurinn er í áfalli. Ég vil samt ekki segja of mikið, því þá virka ég bitur,“ sagði O‘Neil á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert