„Klopp getur sjálfum sér um kennt“

Jürgen Klopp gengur ósáttur af velli í gær.
Jürgen Klopp gengur ósáttur af velli í gær. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, getur sjálfum sér um kennt um hvernig fór er liðið tapaði fyrir Manchester United, 4:3, á útivelli í framlengdum leik liðanna í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta í gær að mati írska blaðamannsins Mark Doyle.

Doyle skrifar pistil á vefmiðilinn Goal.com þar sem hann gagnrýnir þýska stjórann. Klopp var dónalegur við danskan sjónvarpsmann Viaplay eftir leik, en Doyle segir Klopp aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór.

Algjört óþarfatap

„Það var heimskulegt að nota svona marga lykilmenn í unninnleik gegn Sparta Prag. Þetta var algjört óþarfatap. Leikmenn Liverpool virtust dauðþreyttir í framlengingunni því leikjaálagið er búið að vera mikið. 

Liverpool var í góðri stöðu í seinni hálfleik og í framlengingunni en kastaði því frá sér. Klopp getur sjálfum sér um kennt,“ skrifaði Doyle.

Liverpool vann 5:1-útisigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en þrátt fyrir það stillti Klopp upp mjög sterku liði í seinni leiknum, þremur dögum fyrir leikinn gegn United. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert