City stal undrabarni fyrir framan nefið á Real Madrid

Cavan Sullivan.
Cavan Sullivan. Ljósmynd/@Cavan.sull

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Cavan Sullivan hefur tekið ákvörðun um að ganga til liðs við Manchester City.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano en Sullivan, sem er 14 ára gamall, er samningsbundinn Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni.

Í umfjöllun Romanos kemur meðal annars fram að knattspyrnumaðurinn ungi hafi hafnað liðum á borð við Real Madrid, Bayern München og Borussia Dortmund.

City mun tilkynna um félagaskiptin í vikunni en Goal.com greinir meðal annars frá því að forráðamenn City hafi stolið leikmanninum af Real Madrid þar sem Sullivan á að hafa verið búinn að gera munnlegt samkomulag í spænsku höfuðborginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert