Ipswich á toppinn

Mateo Joseph jafnaði metin fyrir Leeds gegn Watford í kvöld.
Mateo Joseph jafnaði metin fyrir Leeds gegn Watford í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Ipswich er komið í toppsæti ensku B-deildar karla í knattspyrnu eftir útisigur á Blackburn, 1:0, í Blackburn í dag. 

Ipswich er í fyrsta sæti með 84 stig en Leeds er í öðru með 83. Leicester er í þriðja með 82 stig en á leik til góða. 

Sigurmark Ipswich skoraði Conor Chaplin á níundu mínútu leiksins en landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er frá út tímabilið hjá Blackburn vegna meiðsla hans með íslenska landsliðinu gegn Ísrael. 

Blackburn er í 19. sæti deildarinnar með 42 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Leeds missteig sig þá er liðið tók á móti Watford í kvöldleiknum. 

Leiknum lauk 2:2 en með sigri hefðu Leedsarar komist á toppinn. 

Vakoun Bayo og Emmanuel Dennis skoruðu mörk Watford en Crysencio Summerville og Mateo Joseph skoruðu mörk Leeds. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert