Arsenal tapaði á heimavelli

Leon Bailey fagnar marki sínu.
Leon Bailey fagnar marki sínu. AFP/Adrian Dennis

Aston Villa vann verðskuldaðan útisigur á Arsenal í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Emirates-vellinum í Lundúnum í dag. 

Englandsmeistarar Manchester City eru því á toppnum eftir umferðina en bæði Arsenal og Liverpool töpuðu. Arsenal er enn í öðru sæti deildarinnar með 71 stig en Aston Villa er í fjórða sætinu, nú með 63 stig. Þá er Liverpool í þriðja með 71. 

Arsenal lék vel í fyrri hálfleik og fékk Leandro Trossard besta færi liðsins en Emiliano Martínez varði glæsilega frá honum. 

Villa-menn komu þó mun sterkari út í síðari hálfleikinn og gat Arsenal-liðið lítið sem ekkert. 

Leon Bailey kom Aston Villa yfir á 84. mínútu leiksins er hann var einn á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Lucas Digne. 

Ollie Watkins tvöfaldaði forystu Villa-manna þremur mínútum síðar er hann vippaði boltanum glæsilega yfir David Raya markvörð Arsenal, 2:0, og þar við sat. 

Arsenal mætir Bayern München í Meistaradeildinni á miðvikudaginn í München. Villa heimsækir Lille í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. 

Næsti leikur Arsenal í deildinni er gegn Wolves á útivelli. Þá fær Villa Bournemouth í heimsókn. 

Arsenal 0:2 Aston Villa opna loka
90. mín. Átta mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert