Rifust um að taka vítaspyrnu (myndskeið)

Þrír leikmenn Chelsea rifust um hver þeirra fengi að taka vítaspyrnu í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Í stöðunni 4:0 fékk Chelsea vítaspyrnu. Nicolas Jackson var verulega ósáttur við að fá ekki að taka spyrnuna auk þess sem Noni Madueke gerði sig líklegan til að taka hana.

Rifrildi þeirra mátti einu gilda enda hefur Chelsea yfir einni öruggustu vítaskyttu deildarinnar að skipa, Cole Palmer.

Hann steig að endingu á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi, hans fjórða mark í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert