Rashford fer ekki á Evrópumótið

Marcus Rashford er ekki á leið á Evrópumótið.
Marcus Rashford er ekki á leið á Evrópumótið. AFP/Adrian Dennis

Knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, verður ekki í landsliðshópi Englands á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. 

David Ornstein blaðamaður Athletic greinir frá en Rashford kemst ekki í stóran hóp leikmanna sem gætu átt tilkall til landsliðsins. 

Verða síðan 26 leikmenn valdir að lokum en ljóst er að Rashford verði ekki einn þeirra. 

Rashford hefur verið stór hluti af enska landsliðinu undanfarin ár og spilaði heilmikið á heimsmeistaramótinu í Katar veturinn 2022. 

Hann hefur aftur á móti ekki átt gott tímabil með Manchester United og verður í fríi á meðan að Evrópumótið fer fram. 

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er að taka erfiðar ákvarðanir en Jordan Henderson er einnig ekki á leiðinni á mótið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert