Jón Snjór einn eftir á móti fjórum

Rafíþróttamaðurinn Jón Þór Britton, einnig þekktur sem Jón Snjór, spilar ekki aðeins World of Warcraft með Turbo og drekunum, heldur er hann einnig öflugur Valorant-leikmaður og ber myndbandið hér fyrir ofan einmitt þess merki.

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá Jón Þór í miðjum Valorant-leik þar sem hann stendur einn eftir á móti fjórum leikmönnum. 

Þrír fyrir einn

Hann kemur hinu liðinu aldeilis á óvart þegar honum tekst að taka niður þrjá mótherja sína á stuttum tíma og munaði litlu á að hann hefði náð „ace clutch“.

Þegar talað er um ace clutch í tölvuleikjum sem þessum þá er verið að meina að einn leikmaður hafi tekið niður alla mótherja sína í einni lotu, en í Valorant keppa fimm leikmenn saman í liði.

Hins vegar náði síðasti leikmaðurinn í hinu liðinu í skottið á Jóni þegar þeir voru bara tveir eftir, en óhætt er að segja að Jóni hafi tekist að ná ansi góðu spili á myndband.

Hægt er að skoða fleiri myndbönd frá honum á veitunni Medal en hann mun einnig láta sjá sig á streymisveitunni Twitch í náinni framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert