Köngulóarmaðurinn snýr aftur

Köngulóarmaðurinn er væntanlegur í Fortnite.
Köngulóarmaðurinn er væntanlegur í Fortnite. Skjáskot/Fortnite

Framleiðandi sívinsæla tölvuleiksins Fortnite gaf út tilkynningu sem margir spilarar leiksins eru spenntir yfir.

Svo virðist sem köngulóarmaðurinn snúi aftur í leikinn en hann hefur einu sinni áður verið hluti af leiknum. Fortnite er duglegt að fara í samstarf við hinar ýmsu stórstjörnur og kvikmyndapersónur en til dæmis má nefna samstarfið við rapparann Travis Scott.

Köngulóarmaðurinn leit dagsins ljós í Fortnite í desember 2021 og var í boði að versla þrjár tegundir köngulóarmannsins í vefverslun leiksins sem gerði spilurum kleift að líta út eins og hann. 

Fortnite birti smástiklu á Twitter-síðu sinni þar sem köngulóarmerki Spider-Man birtist fyrir augum áhorfenda og virðist sem svo að persónan Miles Morales sé á leiðinni. Fyrir utan þessa stiklu er lítið annað að frétta af samstarfinu og ekki ljóst hvernig því verður háttað en búast má við skemmtilegum viðburði þegar hann verður kynntur til leiks í leiknum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert