Haug ráðleggur Alonso að vera um kyrrt hjá McLaren

Haug vill halda í Alonso.
Haug vill halda í Alonso. ap

Norbert Haug, íþróttastjóri Mercedes, ráðleggur Fernando Alonso að skeyta engu um hugsanleg gylliboð frá öðrum liðum; hann sé hvergi betur settur en vera áfram hjá McLaren.

Vegna njósnamálsins og meintrar óánægju í herbúðum McLaren hafa sögusagnir hermt, að Alonso væri hugsanlega á förum. Liðin hans nýju sem nefnd eru í því sambandi eru ýmist Toyota, Renault og jafnvel Ferrari.

„Ég held hann hefði það ekki betra annars staðar. Með sínu gamla liði [Renault] stæði hann tvímælalaust ekki í sömu sporum og nú. Að því leyti má segja að liðið okkar hafi gert honum mikið. En hann hefur líka fært okkur mikið í staðinn,“ sagði Haug við þýsku sjónvarpsstöðina Premiere.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert