Alonso og Piquet aka fyrir Renault

Fernandi Alonso.
Fernandi Alonso. Reuters

Ökuþórinn Fernando Alonso tilkynnti í dag, að hann muni aka fyrir Renaultliðið á næsta ári. Renault tilkynnti jafnframt, að félagi Alonsos í liðinu verði Brasilíumaðurinn Nelsinho Piquet, 21 árs gamall sonur Nelsons Piquet, þrefalds heimsmeistara í kappakstri.

Alonso, sem er 26 ára, varð heimsmeistari árin 2005 og 2006 þegar hann ók fyrir Renault. Hann færði sig til McLaren á þessu ári og varð þá í þriðja sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert