Kubica gallharður á að geta keppt til sigurs

Kubica (í miðju) fagnar pólnum með Massa (t.h.) og Hamilton …
Kubica (í miðju) fagnar pólnum með Massa (t.h.) og Hamilton sem urðu í öðru og þriðja sæti. ap

Robert Kubica er gallharður á því að hann geti keppt um sigur í Barein á morgun en hann hefur kappaksturinn af ráspól; hinum fyrsta á ferlinum. Í jafnri og tvísýnni keppni lagði hann Felipe Massa hjá Ferrari að velli með 27 þúsundustu úr sekúndu.

Þótt margt þyki benda til að Kubica hafi verið með nokkuð bensínléttari bíl en keppinautarnir var hann sjálfur bjartsýnn á möguleika sína að tímatökum loknum.

„Í Póllandi gera menn sér meiri væntingar [um sigur] eftir annað sætið í Malasíu og ég er fullur sjálfstrausts fyrir kappaksturinn,“ sagði Kubica en hann er fyrsti Pólverjinn til að keppa í formúlu-1.   

„Í gær fórum við gegnum langaksturslotur og þær gengu vel. Ég held Ferrari hafi verið aðeins hraðskreiðari en ég er ánægður. Nú er að skoða gögn og búa sig sem best undir kappakstur morgundagsins,“ bætti hann við.

Hann vildi ekki gera mikið úr því að vera á hreinni hlið rásmarksins. „Í ár er erfiðara að ná fullkominni ræsingu. Það er gagnlegra að allt heppnist vel í startinu heldur en hvorri hlið rásmarksins maður er á. Sé maður á hreinni hliðinni en mistakist í ræsingunni tapar maður meira en vera á óhreinni hliðinni og taka fullkomlega af stað,“ sagði Kubica.

Liðsfélagi hans Nick Heidfeld hefur kappaksturinn í sjötta sæti.

Fyrstur til að samfagna Kubica með fyrsta pólinn var Fernando …
Fyrstur til að samfagna Kubica með fyrsta pólinn var Fernando Alonso, en þeim er vel til vina. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert