Mateschitz gefur til kynna að Alonso fari til Ferrari

Alonso ánægður í Melbourne.
Alonso ánægður í Melbourne. reuters

Austurríski auðkýfingurinn Dietrich Mateschitz, sem á Red Bull liðið, þykir hugsanlega hafa afhjúpað leyndarmál varðar framtíðar vinnustað Fernando Alonso.

Mateschitz segir við spænska blaðið El Mundo að hann hafi tekið þátt í kapphlaupi um að fá heimsmeistarann fyrrverandi til sín í ár. „Alonso sagði á sínum tíma við spænskt blað að Red Bull væri sá kostur sem honum líkaði best. Málið var flókið því hann var aðeins laus í eitt ár, 2008“ segir hann.  

Red Bull vildi fá Alonso til lengri tíma en þar stóð hnífurinn í kúnni, með hann innanborðs í aðeins eitt ár var of stuttur tími fyrir liðið að sýna hvað í því byggi, segir Mateschitz.

„Ég er einn af þessum sem telur Alonso vera einn besta ökumanninn. En við hefðum ekki getað lagt honum til bíl sem hann þarfnaðist og því hefði verið rangt að fá hann. Hugsið ykkur fyrrverandi heimsmeistara að þjást í bíl frá okkur í ár . . . það var betri kostur að fara til [Flavio] Briatore,“ bætir Mateschitz við.

Ummæli hans þykja ekki aðeins sýna að Alonso leitaði aðeins eftir starfi 2008 heldur hafi áform hans fyrir 2009 verið langt á veg kominn. Þykja þau ýta undir orðróm þess efnis að hann stefni til Ferrari 2009.

reuters
Alonso og Mark Webber hittast á förnum vegi. Þeim er …
Alonso og Mark Webber hittast á förnum vegi. Þeim er vel til vina. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert