„Massa númer 1 hjá Ferrari“

Massa (t.v.) á verðlaunapalli í Spa í fyrradag með Lewis …
Massa (t.v.) á verðlaunapalli í Spa í fyrradag með Lewis Hamilton. ap

Sá dagur nálgast að Ferrari mun útnefna Felipe Massa sem ökuþór númer eitt í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Niki Lauda, sem á sínum tíma á Ferrarifák, segir aðra stefnu óskynsamlega.

„Frá og með Monza verður Räikkönen að aka fyrir Massa. Öll önnur taktík af hálfu Ferrari væri óskynsamleg,“ segir Lauda við svissneska blaðið Blick.

Lauda segir að Kimi Räikkönen, ríkjandi meistari, hafi haft öll tækifæri til verja titil sinn. „Kimi hefur ekki staðið sig á vertíðinni. Hann hefur verið hraðskreiður í keppni, en ekki á æfingum. Í Spa ók hann fullkomlega þar til í lokin er hann kastaði sigri frá sér,“ segir Lauda við blaðið Blick. 

Ítalskir fjölmiðlar eru flestir sama sinnis og Lauda sem vill að Räikkönen verði fengið það hlutskipti að hjálpa Massa.

„Kimi sem ökumaður númer tvö? Tími er kominn til að Ferrari taki ákvörðun,“ segir íþróttadagblaðið áhrifamikla, La Gazzetta dello Sport.

Annað dagblað, La Repubblica,  fjallar um belgíska kappaksturinn í dag og segir: „Raunveruleg niðurstaða mótsins: Massa er núna númer eitt núna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert