Leynivopn McLaren í Singapúr?

Útlit er fyrir rigningu um aðra helgi í Singapúr. Hér …
Útlit er fyrir rigningu um aðra helgi í Singapúr. Hér er Kovalainen í Monza. mbl.is/mclarenf1

McLarenbílarnir munu væntanlega líta afar óvenjulega út þegar að kappakstrinum í Singapúr kemur, eftir 10 daga. Að minnsta kosti verða þeir að framanverðu frábrugðnir því sem menn eiga að venjast.

Kappaksturinn fer fram að kvöldlagi í Singapúr og halda keppendur alveg út í óvissuna að því leyti, að ekki hefur áður verið keppt í flóðlýstri braut.

Til að hafa vaðið fyrir neðan sig verða keppnisbílar Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen búnir framljósum til að tryggja að þeir hafi góða yfirsýn yfir brautina og beygjurnar 25.  

Á meðfylgjandi myndbandi, þar sem rætt er við framkvæmdastjóra liðsins, Martin Whitmarsh, má sjá leynivopn liðsins fyrir Singapúr.

Leynivopn McLaren fyrir kappaksturinn í Singapúr
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert