Räikkönen sama hver vinnur heimsmeistaratitilinn

Räikkönen er sama hvort Massa (t.v.) eða Hamilton vinnur titil …
Räikkönen er sama hvort Massa (t.v.) eða Hamilton vinnur titil ökuþóra. ap

Skeið Kimi Räikkönen hjá Ferrari sem heimsmeistari ökuþóra í formúlu-1 rennur út í Sao Paulo í Brasilíu eftir hálfan mánuð. Honum er nokk sama hver arftaki sinn verður, liðsfélagi hans Felipe Massa eða Lewis Hamilton hjá McLaren.

Í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina RTL sagði Räikkönen óvænt að „það varðaði sig engu“ hver tekur við titlinum af honum. Og það þótt liðsfélagi hans sé annar ökuþóranna tveggja sem eftir eru í keppninni um titilinn.

Räikkönen hefur þurft að liðsinna Massa frá því möguleikar hans sjálfs á titlinum voru úr sögunni. Í kínverska kappakstrinum í gær gaf hann honum eftir annað sætið er stutt var eftir í mark. Við það hlaut Massa tveimur stigum fleira en hann hefði hlotið fyrir þriðja sæti.

Hann má allt eins gera ráð fyrir að hann þurfi að hjálpa Massa aftur í Sao Paulo  - verði hann í aðstöðu til þess.

„Fyrir Felipe og Ferrari yrði gaman ef hann vinnur titilinn. En í hreinskilni sagt breytir engu fyrir mig hver vinnur,“ sagði Räikkönen


Räikkönen kærir sig kollóttann hver tekur við titlinum af honum.
Räikkönen kærir sig kollóttann hver tekur við titlinum af honum. ap
Räikkönen í Sjanghæ.
Räikkönen í Sjanghæ. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert