Hamilton missir öll stigin - dæmdur úr leik í Melbourne

Lewis Hamilton reið ekki feitum hesti frá Melbourne, þegar upp …
Lewis Hamilton reið ekki feitum hesti frá Melbourne, þegar upp var staðið. Reuters

Lewis Hamilton hjá McLaren hefur verið dæmdur úr leik í ástralska kappakstrinum fyrir að gefa villandi upplýsingar um atvik sem varð til þess að Jarno Trulli á Toyota var refsað. Missir Hamilton því Hamilton því öll stigin sem hann vann og Trulli fær aftur þriðja sætið. McLaren áfrýjar niðurstöðunni ekki.

Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, tók málið upp eftir að í ljós kom að Hamilton hafði gefið villandi upplýsingar hjá dómurunum. Upptökur af samtölum stjórnborðs McLarenliðsins við hann leiddu í ljós aðra mynd af atvikinu en fram hafði komið.

Jarno Trulli fékk 25 sekúndna refsingu í kappakstrinum fyrir að taka fram úr Hamilton meðan öryggisbíllinn var á brautinni, og fór við það úr 3. sæti í það tólfta.

Mun Hamilton þó hafa gefið eftirlitsmönnum kappakstursins  rangar upplýsingar um málsatvik, sem voru á skjön við talstöðvarsamtöl hans í hljóðupptökunum úr kappakstrinum, en um það má lesa betur hér.

Hamilton, sem varð fjórði í Melbourne, fær því engin stig, en Trulli fær stigin fyrir þriðja sætið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert