Massa vill Kobayashi í keppnisbann

Felipe Massa á leið út úr malargryfjunni í Melbourne eftir …
Felipe Massa á leið út úr malargryfjunni í Melbourne eftir að hafa fengið Caterhambílinn (t.h.) aftan á sig. mbl.is/afp

Felipe Massa hjá Williams var ekkert að tvínóna við hlutina eftir að hann féll úr leik á fyrsta hring í Melbourne. Hvatti hann til þess að Kamui Kobayashi hjá Caterham yrði dæmdur í keppnisbann fyrir að heyra á sig við fyrstu beygju.

Báðir féllu þeir Massa og Kobayashi úr leik vegna árekstursins sem átti sér stað aðeins nokkrum sekúndum eftir startið. Caterhambíllinn kom eins og plógur aftan á Williamsbílinn við fyrstu beygju og skemmdist mjög mikið. 

Pat Symonds tæknistjóri Williams sagði framferði Kobayashi „klára mklikkun“ og Massa jafnaði því við atvik í ræsingunni í belgíska kappakstrinum 2012 sem kostaði franska ökumanninn Romain Grosjean eins móts keppnisbann.

„Þetta var ekkert svo frábrugðið því sem Grosjean gerði í Spa og fékk bann fyrir. Þetta er mjög hættulegt og menn mega þetta alls ekki,“ sagði Massa.

Kobayashi játaði sekt sína og bað Massa formlega afsökunar. Í ljós kom síðar, að bremsur Caterhambílsins höfðu bilað og sök Kobayashi sjálfs því ekki eins afdráttarlaus.

Felipe Massa horfir undrandi til Kamui Kobayashi um leið og …
Felipe Massa horfir undrandi til Kamui Kobayashi um leið og hann kemur sér út úr Williamsbílnum eftir óhappið í Melbourne. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert