Vettel ekki til Mercedes

Vettel og Marko á góðri stundu.
Vettel og Marko á góðri stundu.

Mercedesliðið hefur engar tilraunir gert til að bera í víurnar fyrir Sebastian Vettel. Niki Lauda segir tal um það „kjaftæði“.

Með þessu vísar Lauda til yfirlýsinga Helmut Marko, eins af yfirmönnum Red Bull liðsins, sem staðhæft hefur að Mercedes hefði gert hosur sínar grænar fyrir  Vettel.

„Við eigum í viðræðum við [Lewis Hamilton] um endurnýjun samninga hans. Allar vangaveltur vegna kjaftæðis Marko eru algjör tjara,“ segir Lauda.

Marko staðhæfði að Mercedes vildi fá Vettel í stað Hamiltons árið 2016. Samningar beggja renna út við vertíðarlok á næsta ári, 2015. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert