Vettel kaupir Ferrari

Vettel við kaupin á Ferrari California.
Vettel við kaupin á Ferrari California.

Ítalska íþróttadagblaðið  La Gazzetta dello Sport hefur gert mikið úr því að Sebastian Vettel hefur keypt eðalsportbíl hjá Ferrari, módelið Ferrari California.

Fræga fólkið getur sjaldnast um frjálst höfuð strokið og ljósmyndarar eltir það á tímum á röndum. Hafi Vettel viljað láta lítið fara fyrir bílkaupum þessum brugðust þær vonir. 

Enn af ljósmyndurum þessum, svonefndum paparazzi, var staddur við bílasöluna og smellti vitaskuld af.

Ekki mun Vettel þó sjást á bíl þessum á kappaksturshelgum því þar brúkar hann bíla frá Infinity, einu af helstu styrktarfyrirtækjum Red Bull liðsins. 

Og bíllinn mun heldur ekki standa við hús hans heima í Þýskalandi því bílinn keypti hann að gjöf fyrir föður sinn, Norbert. Númeraplatan HP N1 er sérpöntuð en HP stendur fyrir fæðingarbæ hans Heppenheim og N1 fyrir föðurnafnið.

En gefur þetta einhverja vísbendingu um hvar Sebastian Vettel keppir í framtíðinni? Blaðið  Gazzetta dello Sport rifjar upp í því sambandi, að til Michaels Schumacher hafi sést á Ferrari F355 á götum Mónakó árið 1995. Allir vita hvernig það endaði, árið eftir var hann orðinn keppandi fyrir Ferrari.


 

Vettel í Ferrariklæðum á tilbúinni mynd.
Vettel í Ferrariklæðum á tilbúinni mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert