Verulegt tap hjá Williams

Williamsliðið stökk úr níunda sæti í það þriðja í ár …
Williamsliðið stökk úr níunda sæti í það þriðja í ár og virðist öruggt í því sæti í ár, að minnsta kosti. mbl.is/afp

Verulegt tap varð á rekstri Williamsliðsins í fyrra, eða 34,3 milljónir punda, sem svarar til6,9 milljarða króna.

Í nýbirtu uppgjöri er látin í ljós bjartsýni um að fjárhagsstaðan muni batna til muna í ár.

Williams hóf umtalsverða uppstokkun á starfseminni 2013 í þeirri von að geta eflt keppnislið sitt í formúlu-1 og þénað vel á verkfræðiþjónustu.

Tekjur fyrirtækisins minnkuðu úr 130,4 milljónum árið 2013 í 90,2 milljónir 2014. Reikningarnir endurspegla þó ekki verulegar framfarir liðsins í formúlu-1 í fyrra er það endaði vertíðina í þriðja sæti. Tekjuauki af því skilar sér ekki fyrr en í ár, 2015. 

Af þeim sökum er Williams sannfærður um að fjárhagsleg framtíð liðsins verði í góðu lagi.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert