Útlit fyrir spennandi tímatöku

Sebastian Vettel hjá Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökurnar. Í blálokin velti hann og landi hans, Nico Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton hjá Mercedes úr sessi. Útlit er fyrir spennandi tímatöku í Mónakó í dag.

Ólíkt liðsféalga sínum gat Kimi Räikkönen hjá Ferrari frekar lítið undirbúið kappaksturinn því hann slengdi bílnum utan í öryggisvegg um miðbik æfingarinnar. Þar með lauk æfingu hans.

Stuttu seinna missti Max Verstappen hjá Toro Rosso sinn bíl í snúning og rakst á vegg með þeim afleiðingum að afturvængur brotnaði af að hluta.

Í fjórða til tíunda sæti á lista yfir hröðustu hringi urðu auk fyrstu þriggja þeir Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Carlos Sainz hjá Toro Rosso, Räikkönen, Daniil Kvyat hjá Red bull, Jenson Button hjá McLaren, Verstappen og Romain Grosjean á Lotus.

Fernando Alonso á McLaren varð fjórtándi, rétt á undan Valtteri Bottas og Felipe Massa hjá Williams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert