Räikkönen fær „heimalærdóm“

Allir vildu eiginhandaráritun Kimi Räikkönen í Mónakó.
Allir vildu eiginhandaráritun Kimi Räikkönen í Mónakó. mbl.is/afp

Ferraristjórinn Maurizio Arrivabene hefur lagt að Kimi Räikkönen að taka sig á og stórbæta frammistöðu sína í tímatökum í framtíðinni. Óhagstæð staða á rásmarki í Mónakó kom honum í koll í kappakstrinum.

Räikkönen heftur í öllum tímatökum ársins komið lakar út en liðsfélagi hans Sebastian Vettel. Að meðaltali hefur Vettel verið í 2,8 sæti í mótunum sex sem lokið er en Räikkönen 6,5.

Í Mónakó var Räikkönen og rúmlega hálfri sekúndu lengur með sinn besta tímahring en Vettel.

„Tímatakan er vandamál Kimi. Í kappakstrinum sáu menn oft að hann stóð Sebastian á sporði að hraða. Bæti hann því tímatökurnar mun keppnin ekki verða neitt vandamál því við vitum að í keppni er Kimi frábær og getur gert góða hluti.

Eigi ég að setja honum fyrir með heimalærdóm þá læt ég hann skrifa hundrað sinnum á blað: „Ég verð að gera betur í tímatöku“.

Arrivabene játar að Ferrariliðið sem heild verði að standa sig betur í tímatökum en verið hefur. „Frá byrjun ársins - og reyndar allt árið í fyrra líka - hefur Mercedesliðið verið öflugt í tímatök. Það gefur okkur til kynna hvar við þurfum að einbeita okkur að því að bæta í framtíðinni. Hefji menn keppni í öllu vænlegri stöðu mun kappaksturinn verða auðveldari. Hafi menn hreina braut fyrir stafni er það gott fyrir dekkin því sé ökumaður nærri bíl á undan hrynja afköst dekkjanna mjög hratt. Þetta er því eitthvað sem við þurfum að vinna í,“ segir Arrivabene.

Kimi Räikkönen á ferð í Mónakó.
Kimi Räikkönen á ferð í Mónakó. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert