Keppni þarf að vera meiri

Kimi Räikkönen á blaðamannafundi í Silverstone í dag, en þar …
Kimi Räikkönen á blaðamannafundi í Silverstone í dag, en þar fer breski kappaksturinn fram um helgina. mbl.is/afp

Níundi hver aðdáandi formúlu-1 er á því að keppnin í íþróttinni þurfi að vera meiri. Eru það megin niðurstöður hnattrænnar könnunar sem gerð var fyrir félag ökumanna í formúlu-1 (GPDA).

Í könnuninni tóku þátt rúmlega 215 þúsund manns í 194 löndum. Langflestir voru þeir í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.

Til viðbótar að þurfa gera keppnina jafnari og meiri sögðust 85% aðspurðra að íþróttin þyrfti að gera meira í því að laða nýja aðdáendur að íþróttinni og halda í því. Sögðust 77% telja, að viðskiptahagsmunir réðu ferðinni í formúlu-1 en ekki íþróttalegir.

Rúmlega helmingurinn telur að keppnisbílarnir séu of auðveldir viðfangs og bæði þurfi að auka á hávaðann frá þeim og vélarafl þeirra.

Til þess að auka á skemmtanina segja rúmlega 80% að leyfa verði fleiri dekkjaframleiðendum  en einum að leggja liðunum til hjólbarða. Þá telja 60% að taka þurfi aftur upp bensínstopp í keppni.

Naumur meirihluti kveðst vilja sjá þak sett á útgjöld liðanna og því fylgt hart eftir. Þá vill rúmur helmingur aðspurðra að ökumaður sem setur hraðasta hring kappaksturs fái stig fyrir það.

Kannaðar voru vinsældir ökumanna og reyndist Kimi Räikkönen hjá Ferrari vinsælastur. Í næstu sætum urðu McLaren-mennirnir Fernando Alonso og Jenson Button.

Meirihluti aðspurðra, eða 55%, sagði formúlusíður helstu upplýsingalind sína en 50% nefndu sjónvarp í því sambandi. Meira en helmingur sagðist hættur að horfa á útsendingar frá formúlu-1 eftir að þær hurfu úr opnu sjónvarpi í áskriftarsjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert