„Bleiki Mercedes“ ólöglega gerður

Ranglega var staðið að smíði Racing Point bílsins sem gárungarnir …
Ranglega var staðið að smíði Racing Point bílsins sem gárungarnir kalla „bleika Mercedes“ AFP

Fimm lið formúlu-1 hyggjast áfrýja þeirri ákvörðun eftirlitsdómara íþróttarinnar, að strika út 15 af 42 stigum sem Racing Point hafði unnið í ár. Þá var liðið sektað  um 400.000 evrur, um 64 milljónir króna.

Tilefnið er að dómararnir tóku til greina kærur Renaultliðsins sem fann að því að  Racing Point hefði ólöglega líkt efir hjólabúnaði Mercedes Benz og kæliloftstrektir. Leiddi þetta til þess að bíll Racing Point hefur verið miklum mun betri í ár en undanfarin.

Þrátt fyrir að fundið er að bílnum heimiluðu dómararnir notkun hans það sem eftir er keppnistíðarinnar.

Vegna þess hversu bílum Racing Point og Mercedes svipar saman hafa gárungarnir talað um bíl fyrrnefnda liðsins sem hinn „bleika Mercedes“.

Liðin sem boða áfrýjun eru Renault, Ferrari, McLaren, Williams og Racing Point. Þau fjögur fyrstnefndu segja refsinguna alltof lina og krefjast þyngingar og að kafað verði enn betur niður í málið; eins og þau telji að enn liggi fiskur undir steini.

 Racing Point áfrýjar áfrýja á þeirri forsendu að liðið hafi ekkert rangt aðhafst og því bæri að sleppa því við refsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert