Tók ráspól með yfirburðum

Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Búdapest.
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Búdapest. mbl.is/afp

Lewis Hamilton hjá Mercedes vann ráspól ungverska kappakstursins léttilega því liðsfélagi hans Nico Rosberg var rúmlega hálfri sekúndu lengur með sinn besta hring. Þriðji varð svo Sebastian Vettel hjá Ferrari.

Hamilton réði lögum og lofum allar þrjár lotur tímatökunnar og Rosberg sagðist eftir áengar skýringar hafa á því hversu fjarri hann var liðsfélaga sínum. Sagði hann bíl sinn hafa verið erfiðan viðfangs tímatökuna út í gegn.

Slagurinn um þriðja sætið var harður og vann Vettel það naumlega frá Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Kimi Räikkönen varð fimmti og í sætum sex til tíu urðu Valtteri Bottas hjá Williams, Daniil Kvyat hjá Red Bull, Felipe Massa hjá Williams, Max Verstappen hjá Toro Rosso og  Romain Grosjean hjá Lotus.

Fernando Alonso fær hjálp brautarvarða við að koma bílnum úr …
Fernando Alonso fær hjálp brautarvarða við að koma bílnum úr brautinni eftir að hann nam staðar vegna bilunar. Fékk hann ekki að halda áfram í tímatökunni vegna þessa. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert