900. kappakstur Ferrari

Tímamótanna er minnst í bílskúr Ferrari í Spa.
Tímamótanna er minnst í bílskúr Ferrari í Spa. mbl.is/afp

Ferrari hefur tekið lengur þátt í formúlu-1 en nokkurt annað lið. Tímamót verða í Spa-Francorchamps í Belgíu um helgina því það verður 900. kappakstur liðsins í formúlunni.

Ólíkt öllum öðrum liðum hefur Ferrari tekið óslitið þátt í formúlu-1 frá 1950. Kemst ekkert lið í tæri við Ferrari í þátttökulengd. 

Alls hefur Ferrari 15 sinnum unnið heimsmeistaratitil ökumanna. Fyrst með Alberto Ascari árið 1952 og síðast 2007 er Kimi Räikkönen hreppti hann óvænt í lokamóti ársins. Þriðjung titalanna vann Michael Schumacher á árunum 2000 til 2004.

Þá hefur Ferrari unnið titil bílsmiða 16 sinnum á árabilinu 1961 til 2008. Loks hefur Ferrari 223 sinnum komið fyrstur í mark. Það gerði skarlatsrauði Maranellofákurinn síðast í ungverska kappakstrinum fyrir fjórum vikum en þar sat Sebastian Vettel undir stýri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert