Hamilton ögn fljótari en Rosberg

Lewis Hamilton á fyrstu æfingunni í Yas Marina brautinni í …
Lewis Hamilton á fyrstu æfingunni í Yas Marina brautinni í Abu Dhabi í morgun. mbl.is/afp

Lewis Hamilton setti besta brautartímann á fyrstu æfingu lokamótsins í ár sem fram fer í Abu Dhabi um helgina. Annar varð liðsfélagi hans Nico rosberg og þriðja besta hringinn átti svo Kimi Räikkönen hjá Ferrari.

Hamilton var 0,1 sekúndu fljótari í förum en Rosberg en Räikkönen var síðan 0,6 sekúndum lengur með hringinn en hálflandi hans Rosberg.  Bendir allt til þess að slagurinn verði sem oftast áður milli Mercedesbílanna um helgina. 

Rosberg réði ferðinni framan af en er ökumenn skiptu yfir á mýkri dekk skaust Hamilton á toppinn og sat þar að lokum, ók best á 1:43,754 mín. Bilið milli þeirra Rosberg varð 0,141 sek. Slíkir voru yfirburðir Mercedeesfákanna að Räikkönen var þremur fjórðu úr sekúndu lengur með hringinn en Hamilton.

Daniil Kvyat á Red Bull varð fjórði og Sebastian Vettel setti síðan fimmta besta tímann á hinum Ferraribílnum, 0,2 sekúndum á eftir Räikkönen.

Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá Force India áttu sjötta og áttunda besta hring en á milli þeirra varð Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Pastor Maldonado hjá Lotus prófaði mismunandi framvængi og setti níunda besta tímann, varð rétt á undan Williamsfélögunum Felipe Massa og Valtteri Bottas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert