Miklar uppfærslur hjá Ferrari

Kimi Räikkönen á ferð í síðasta móti, kínverska kappakstrinum í …
Kimi Räikkönen á ferð í síðasta móti, kínverska kappakstrinum í Sjanghæ. mbl.is/afp

Ferrari mætir tilleiks í rússneska kappakstrinum komandi helgi með miklar uppfærslur í keppnisbílnum.

Þar er meðal annars um að ræða nýjan framvæng og uppfærslur í vélinni. Hefur smíði vængsins verið sérstaklega hraðað því liðsmenn telja hann munu bæta straumfræði bílsins og loftflæði um hann verulega.

Endurbætur á vélinni hafa það að markmiði að bæði bæta brunann í henni með auknu þjöppunarhlutfalli í brunahólfunum, auka getu hennar og endingartraust. Með því að hækka þjöppunarhlutfallið í strokkunum mun streymi afgas aukast sem mun efla afköst hverfilblásara vélarinnar.

Vonast er til að þetta skili tvennu í senn, auki hestöfl vélarinnar og bæti skilvirkni orkuheimtunarbúnaðarins.

Við blasir að Kimi Räikkönen tekur í notkun vél númer tvö á vertíðinni í aðeins fjórða móti af 20 en alls hafa ökumenn úr fimm vélum að ráða alla keppnistíðina. Sebastian Vettel hefur þegar brúkað tvær vélar og sú uppfærða verður því þriðja vél hans í fjórum mótum.

Kimi Räikkönen varð fyrir vélarbilun í fyrsta móti ársins, í …
Kimi Räikkönen varð fyrir vélarbilun í fyrsta móti ársins, í Melbourne. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert