Mónakó ætti að henta McLaren

Fernando Alonso ætlar að sanna í Mónakó að McLarenbíllinn sé …
Fernando Alonso ætlar að sanna í Mónakó að McLarenbíllinn sé góður þótt aflið vanti. AFP

Liðsstjóri McLaren, Eric Boullier, væntir talsverðs af sínum mannskap í Mónakókappakstrnium komandi helgi. Hann segir aðstæður ættu að henta McLarenbílnum „betur en í öðrum brautum“.

Hondavélin hefur bæði þótt standa öðrum að baki hvað varðar afl og endingartraust. Vélarafl skiptir hins vegar ekki eins miklu máli á götum furstadæmisins við Miðjarðarhaf en í öðrum brautum.

Tekur því Boullier undir með ökumanninum Fernando Alonso sem vonast til að sanna að bíllinn sjálfur sé góður og því þurfi aðeins meira afl til að hann standi í hárinu á þeim bestu annars staðar.

Boullier segir að uppsetning bíla fyrir kappaksturinn í Mónakó sé viðkvæm formúla af „vængpressu, meðfærileika og jafnvægi“. Lítið megi af bregða í þeim efnum eigi bíll að vera öflugur  á götum smáríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert