Hamilton á ráspól

Lewis Hamilton í bíl sínum í Montreal.
Lewis Hamilton í bíl sínum í Montreal. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól kanadíska kappakstursins í Montreal. Annar varð félagi hans Nico Rosberg og þriðji Sebastian Vettel á Ferrari, sem var aðeins 0,1 sekúndu á eftir Hamilton.

Með árangrinum náði Vettel aftur undirtökum í glímunni við ökumenn Red Bull en Daniel Ricciardo varð fjórði og Max Verstappen fimmti. Kimi Räikkönen hjá ferrari varð svo sjötti og röð annarra í lokalotunni varð sem hér segir: Valtteri Bottas og Felipe Massa á Williams, Nico Hülkenberg á Force India og Fernando Alonso á McLaren.

Loft var þrungið í Montreal en ökumenn sluppu þó við rigningu.  Oft munaði mjóu að illa færi fyrir ökumönnum á meistaraveggnum svonefnda þar sem ökumenn koma út úr síðustu beygjunni. Carlos Sainz hjá Toro Rosso skall á honum í byrjun annarrar lotu og bæði Vettel og Ricciardo sleiktu hann og rispuðu af honum málningu í lokalotunni.  

Frá tímatökunni í Montreal sem var nokkuð jöfn. Fremst fer …
Frá tímatökunni í Montreal sem var nokkuð jöfn. Fremst fer Felipe Nasr á Sauber og á eftir kemur Valtteri Bottas á Williams. AFP
Lewis Hamilton á fljúgandi ferð á seinni æfingunni í gær …
Lewis Hamilton á fljúgandi ferð á seinni æfingunni í gær í Montreal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert