Ættu að halda Räikkönen

Kimi Räikkönen í Bakú.
Kimi Räikkönen í Bakú. AFP

Fyrrverandi formúluökumaðurinn Mika Salo er á því að Ferrari ætti að halda í landa hans Kimi Räikkönen sem keppnisökumann á næsta ári, 2017.

Salo segir samstarf þeirra Räikkönen og Sebastians Vettel afar kærkomið fyrir Ferrari. Sá fyrrnefndi gekk aftur til liðs við ítalska liðið fyrir 2014 keppnistíðina en fékk ekki rönd við Fernando Alonso reist. Þá varð hann að sætta sig við að Vettel ynni þrjú mót í fyrra en hann sjálfur ekkert.

Í ár hefur Räikkönen aftur á móti komist þrisvar á verðlaunapall í fyrstu átta mótum ársins og er í fjórða sæti í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna, aðeins 15 stigum á eftir Vettel.

Miðað við frammistöðu Räikkönen undanfarið telur Salo landa sinn verðskulda áframhaldandi keppni með Ferrari þótt 36 ára sé. Sjálfur ók Salo á sínum tíma fyrir Ferrari. „Það vona ég, hann er enn topp ökumaður, og ég sé engan betri liðsfélaga fyrir Vettel en hann,“ er haft eftir Salo á vefmiðlinum GPUpdate.net.

Hann segir aldurinn ekki ætti neitt að vinna gegn Räikkönen, bílarnir væru það léttir og auðveldir að stjórna nú til dags.

Räikkönen færði Ferrari heimsmeistaratitil ökumanna árið 2007 og hefur ítalska liðið ekki séð þann titil síðan, nema í hillingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert