33 þúsundustu skildu félagana að

Nico Rosberg á æfingunni í Silverstone í morgun.
Nico Rosberg á æfingunni í Silverstone í morgun. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var aðeins 33 þúsundustu úr sekúndu fljótari en liðsfélagi hans Nico Rosberg á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Silverstone í Englandi. Þriðja besta tímann setti Nico Hülkenberg hjá Force India.

Hamilton ó hringinn best á 1.31,654 mínútum en Rosberg á 1.31,687 mín. Mun meira bil var í Hülkenberg sem ók á 1.32,492 mín.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Sebastian Vettel á Ferrari (1.32,501), Daniel Ricciardo hjá Red Bull (1.32,773), Kimi Räikkönen hjá Ferrari (1.33,039), Max  Verstappen á Red Bull (1.33,202), Sergio Perez á Force India (1.33,235), Carlos Sainz á Toro Rosso (1.33,446) og Fernando Alonso á McLaren, sem ók hringinn best á 1.33,527 mínútum. Var hann tæplega tveimur sekúndum lengur með hringinn en Hamilton.

Bestu tímunum náðu Mercedesmennirnir með meðalhörð dekk undir og hið sama á við um Ricciardo, Verstappen og Alonso. Mýkri dekkin notuðu allir hinir að Verstappen undanskildum sem var með ofurmjúk dekk undir.

Lewis Hamilton á ferð á æfingunni í Silverstone í morgun.
Lewis Hamilton á ferð á æfingunni í Silverstone í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert